Spánn vann yfirburðarsigur gegn Hollandi í L-riðli 2. umferðar undankeppni HM karla í körfuknattleik í Almere í Hollandi í dag en Ísland leikur einnig í riðlinum.
Leiknum lauk með 86:64-sigri Spánverja sem leiddu einungis með átta stigum í hálfleik, 40:32.
Dario Brizuela var stigahæstur Spánverja með 13 stig og Lorenzo Brown skoraði 11 stig og tók fimm fráköst. Jito Kok var atkvæðamestur í liði Hollands með 16 stig.
Spánn er sem fyrr í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Ítalía kemur þar á eftir með 9 stig, Geirgía er með 8 stig og Ísland er með 8 stig. Úkraína og Holland reka lestina með 6 stig hvort.