ÍR fær Eista

ÍR-ingar halda áfram að styrkja sig.
ÍR-ingar halda áfram að styrkja sig. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Karlalið ÍR í körfuknattleik heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil. Eistneski landsliðsmaðurinn Martin Paasoja hefur skrifað undir eins árs samning.

Paasoja er 29 ára gamall, reynslumikilli bakvörður sem er 191 sentimetri á hæð.

Hann hefur stærstan hluta ferilsins spilað í heimalandinu en einnig sem atvinnumaður í Rúmeníu, Grikklandi og á Spáni.

Á síðasta tímabili skilaði Paasoja tíu stigum, fjórum stoðsendingum og 2,5 stolnum boltum að meðaltali í leik í sameiginlegri úrvalsdeild Eistlands og Lettlands er hann lék með Rapla í heimalandinu.

Paasoja á þá 18 A-landsleiki að baki fyrir Eistland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert