„Ég var duglegur að mæta í partí hjá vinunum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi fyrirliði karlaliðs KR í körfuknattleik, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Brynjar Þór, sem er 34 ára gamall, varð átta sinnum Íslandsmeistari með KR og þrívegis bikarmeistari með liðinu.
Hann stundaði nám við Menntaskólann við Sund á sínum yngri árum en skólinn var og er þekktur fyrir mikið og gott félagslíf.
„Ég var mjög einbeittur á körfuboltann þarna þannig að ég var alltaf gaurinn sem drakk ekki,“ sagði Brynjar Þór.
„Þetta var ekkert mál ef maður var í partíinu frá byrjun en eins og flestir þekkja er erfitt að koma inn í eitthvað partí þegar allir eru orðnir hauslausir,“ sagði Brynjar meðal annars.
Viðtalið við Brynjar Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér.