Njarðvík varð í kvöld meistari meistaranna í kvennaflokki í körfuknattleik með því að vinna Hauka í framlengdum upphafsleik keppnistímabilsins, Meistarakeppni KKÍ, í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 94:87.
Njarðvík var yfir eftir fyrsta leikhluta, 25:16, en Haukar voru með forystuna í hálfleik, 47:46. Etir þriðja leikhluta var staðan 67:58, Njarðvíkurkonum í hag. Haukar jöfnuðu metin í 69:69 með níu stigum í röð en Njarðvík svaraði og komst í 78:73. Haukar jöfnuðu hinsvegar á ný, 78:78, þegar 20 sekúndur voru eftir, og þar með þurfti að framlengja.
Haukar skoruðu fyrstu körfu framlengingarinnar en Njarðvík sneri stöðunni fljótlega sér í hag og var komið í 89:84 þegar tvær mínútur voru eftir.
Aliyah Collier átti stórbrotinn leik með Njarðvíkingum og skoraði 45 stig ásamt því að taka 29 fráköst. Ótrúlegar tölur. Raquel De Lima Viegas skoraði 29 stig og þær tvær sáu því um stærstan hluta stiga Njarðvíkurliðsins. Framlagstölur þeirra voru ævintýralegar því Collier var með 56 framlagsstig og Viegas 33.
Keira Robinson skoraði 27 stig fyrir Hauka og Eva Margrét Kristjánsdóttir 22.
Gangur leiksins:: 4:2, 6:9, 12:11, 25:13, 27:28, 34:37, 41:42, 46:47, 55:49, 60:51, 64:54, 67:58, 69:67, 72:69, 76:73, 78:78, 84:82, 94:87.
Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 45/29 fráköst, Raquel De Lima Viegas Laniero 29/7 fráköst/6 stoðsendingar, Lavinia Joao Gomes De Silva 10/4 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2.
Fráköst: 38 í vörn, 8 í sókn.
Haukar: Keira Breeanne Robinson 27/9 fráköst/9 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 22/12 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12/4 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 8/5 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/11 fráköst.
Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarni Rúnar Lárusson.