Danmerkurmeistarar AKS Falcon hófu titilvörn sína í danska körfuboltanum í kvennaflokki með naumum útisigri á Amager í gær, 76:75.
Þóra Kristín Jónsdóttir og Ástrós Lena Ægisdóttir urðu danskir meistarar með liðinu á síðasta tímabili og leika með því áfram.
Þóra var í aðalhlutverki hjá Falcon en hún skoraði 19 stig og átti þrjár stoðsendingar á 26 mínútum. Ástrós lék í sjö mínútur en náði ekki að skora.