Íslandsmeistarar Njarðvíkur máttu þola tap gegn grönnum sínum í Keflavík í 1. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 72:95.
Rimmur liðana kannski þekktari karlamegin en síðustu ár hafa þessar rimmur ekki gefið þeim karlkyns neitt eftir og í kvöld varð engin breyting þar. Keflavík endaði kvöldið á stórsigri á Íslandsmeisturum Njarðvík, 95:72 en þessar lokatölur segja mjög lítið um sögu leiksins þar sem jafnt var á með liðunum megnið af leiknum.
Keflavíkingar, frá fyrstu mínútu, komu gríðarlega grimmir til leiks og spiluðu varnarleik sinn af mikilli ákefð. Á stundum aðeins of mikilli sem þá dómarar þurftu að grípa inní og dæma villur.
En heilt yfir þá var það þessi varnarleikur liðsins þetta kvöldið sem kom grönnum þeirra í Njarðvík á óvart. Í raun eitthvað sem hefði alls ekki átt að koma þeim á óvart því þarna er um að ræða nágranna rimmu og hin víðkveðni montréttur í Reykjanesbænum þangað til í næsta leik.
Njarðvíkurliðið virkaði hinsvegar á köflum þreytt í þessum leik og kannski munar um að hafa spilað leik á sunnudag. Keflavík spilaði þennan leik gríðarlega vel og uppskar eftir því.
Keflavík var fyrir mótið spáð 4. sætinu, en það kæmi undirrituðum alls ekkert á óvart að þær endi ofar. Njarðvík á þó nokkuð inni í sínum leik, lykilmenn í villuvandræðum en þó engin afsökun og ekkert tekið af feykilega öflugu liði Keflavíkur og þeirra leik í kvöld.
Blue-höllin, Subway deild kvenna, 21. september 2022.
Gangur leiksins:: 0:2, 6:6, 10:12, 16:16, 20:19, 23:26, 33:32, 42:34, 47:34, 47:45, 51:52, 59:58, 67:61, 76:66, 84:69, 95:72.
Keflavík : Daniela Wallen Morillo 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 17, Karina Denislavova Konstantinova 13, Agnes María Svansdóttir 12, Ólöf Rún Óladóttir 9/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 7/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 4, Ásthildur Eva H. Olsen 3, Anna Lára Vignisdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 2.
Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.
Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 19/20 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 15, Lavinia Joao Gomes De Silva 12/10 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 11, Raquel De Lima Viegas Laniero 11, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Krista Gló Magnúsdóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Johann Gudmundsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 457