Bandaríkjamaðurinn Eric Ayala er genginn til liðs við Keflavík og mun hann leika með liðinu á komandi keppnistímabili í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway,deildinni.
Ayala, sem er 23 ára gamall, er bakvörður er 196 sentímetrar á hæð en hann útskrifaðist úr Maryland-háskólanum í vor.
„Hann verður svo með liðinu í kvöld þegar við mætum Grindavík í Pétursmótinu,“ segir meðal annars í tilkynningu Keflvíkinga.
Keflavík hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins eftir tap gegn Tindastól.