Stjarnan gerði góða ferð til Hveragerðis og hafði betur gegn heimakonum í Hamar-Þór, 74:61, í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld.
Stjarnan var með undirtökin stærstan hluta leiksins og lét forystuna aldrei af hendi þó Hamar-Þór hafi gert sitt besta til að saxa á forskotið.
Snemma í fjórða leikhluta var staðan orðin 58:51 en Stjörnukonur sýndu styrk sinn þegar leið á leikhlutann og sigldu að lokum góðum 13 stiga sigri í höfn.
Stórleikur Jennu Mastellone hjá Hamar-Þór dugði ekki til en hún lék afar vel og skoraði 31 stig auk þess að taka sex fráköst.
Stigahæst í liði Stjörnunnar var Diljá Ögn Lárusdóttir með 22 stig. Hún tók auk þess fimm fráköst.
Hveragerði, 1. deild kvenna, 24. september 2022.
Gangur leiksins:: 5:8, 11:14, 16:21, 19:31, 19:35, 21:37, 25:39, 32:41, 39:45, 39:48, 43:51, 47:55, 51:58, 51:63, 56:72, 61:74.
Hamar-Þór: Jenna Christina Mastellone 31/6 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 16/9 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 9, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 3, Gígja Rut Gautadóttir 2/12 fráköst/3 varin skot.
Fráköst: 27 í vörn, 3 í sókn.
Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 22/5 fráköst, Riley Marie Popplewell 17/15 fráköst/5 stolnir, Ísold Sævarsdóttir 10/4 fráköst, Kolbrún María Ármannsdóttir 9/8 fráköst, Bára Björk Óladóttir 8, Fanney María Freysdóttir 4, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2, Hrafndís Lilja Halldórsdóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.
Áhorfendur: 100