Stjarnan byrjaði á sigri

Diljá Ögn Lárusdóttir (t.v.) í leik með Fjölni á þarsíðasta …
Diljá Ögn Lárusdóttir (t.v.) í leik með Fjölni á þarsíðasta tímabili. Hún skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarn­an gerði góða ferð til Hvera­gerðis og hafði bet­ur gegn heima­kon­um í Ham­ar-Þór, 74:61, í fyrstu um­ferð 1. deild­ar kvenna í körfuknatt­leik í kvöld.

Stjarn­an var með und­ir­tök­in stærst­an hluta leiks­ins og lét for­yst­una aldrei af hendi þó Ham­ar-Þór hafi gert sitt besta til að saxa á for­skotið.

Snemma í fjórða leik­hluta var staðan orðin 58:51 en Stjörnu­kon­ur sýndu styrk sinn þegar leið á leik­hlut­ann og sigldu að lok­um góðum 13 stiga sigri í höfn.

Stór­leik­ur Jennu Mastellone hjá Ham­ar-Þór dugði ekki til en hún lék afar vel og skoraði 31 stig auk þess að taka sex frá­köst.

Stiga­hæst í liði Stjörn­unn­ar var Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir með 22 stig. Hún tók auk þess fimm frá­köst.

Ham­ar-Þór - Stjarn­an 61:74

Hvera­gerði, 1. deild kvenna, 24. sept­em­ber 2022.

Gang­ur leiks­ins:: 5:8, 11:14, 16:21, 19:31, 19:35, 21:37, 25:39, 32:41, 39:45, 39:48, 43:51, 47:55, 51:58, 51:63, 56:72, 61:74.

Ham­ar-Þór: Jenna Christ­ina Mastellone 31/​6 frá­köst, Emma Hrönn Há­kon­ar­dótt­ir 16/​9 frá­köst, Sigrún Elfa Ágústs­dótt­ir 9, Hild­ur Björk Gunn­steins­dótt­ir 3, Gígja Rut Gauta­dótt­ir 2/​12 frá­köst/​3 var­in skot.

Frá­köst: 27 í vörn, 3 í sókn.

Stjarn­an: Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir 22/​5 frá­köst, Riley Marie Popp­lewell 17/​15 frá­köst/​5 stoln­ir, Ísold Sæv­ars­dótt­ir 10/​4 frá­köst, Kol­brún María Ármanns­dótt­ir 9/​8 frá­köst, Bára Björk Óla­dótt­ir 8, Fann­ey María Freys­dótt­ir 4, Berg­dís Lilja Þor­steins­dótt­ir 2, Hrafn­dís Lilja Hall­dórs­dótt­ir 2.

Frá­köst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Áhorf­end­ur: 100

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert