Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og liðsfélagar hans í Rytas Vilnius sóttu Juventus heim í fyrstu umferð litháísku 1. deildarinnar í körfubolta.
Gestirnir, sem eru ríkjandi meistarar í Litáhen, unnu nauman tveggja stiga sigur, 88:90.
Elvar var með fjögur stig, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar í leiknum.
Heimamenn voru 13 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 28:15. Bæði lið skoruðu 19 stig í öðrum leikhluta en eftir það sóttu gestirnir í sig í veðrið og skoruðu 31 stig gegn 17 í þriðja leikhluta.
Staðan var þá 65:64 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann en þar skoruðu gestirnir einu stigi meira og unnu því að lokum með tveggja stiga mun.