Bandaríkin slógu 32 ára met

Brionna Jones var stigahæst í íslenska liðinu.
Brionna Jones var stigahæst í íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Bandaríkin áttu ekki í neinum vandræðum með Suður-Kóreu er liðin mættust á HM kvenna í körfubolta á Ástralíu í morgun. Urðu lokatölur 145:69, Bandaríkjunum í vil.

Með sigrinum sló bandaríska liðið 32 ára mótsmet yfir flest stig í einum leik á heimsmeistaramóti. Brasilía átti metið fyrir en brasilíska liðið skoraði 143 stig gegn Malasíu á HM 1990. 

Bandaríska liðið var sterkara frá upphafi til enda og varð 76 stiga sigur raunin. Brionna Jones var stigahæst í bandaríska liðinu með 24 stig og Aja Wilson gerði 20.

Bandaríkin hafa unnið alla fjóra leiki sína á mótinu til þessa með samanlagt 169 stiga mun og hafa yfirburðirnir verið miklir.

Önnur úrslit í dag:
Belgía – Bosnía 85:55
Serbía – Malí 81:68
Frakkland – Japan 67:53
Kína – Púertó Ríkó 95:60
Kanada – Ástralía 72:75

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert