Kvennalið Malí í körfubolta er úr leik á HM í Ástralíu eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjum sínum á mótinu.
Mótlætið virðist fara illa í leikmenn liðsins, því tveir þeirra slógust eftir leik gegn Serbíu í dag. Atvikið náðist á myndband hjá serbneskum blaðamanni á meðan Sasa Cado var í viðtali.
Í myndbandinu má sjá Salimatou Kourouma reyna að kýla liðsfélaga sinn Kamite Dabou. Að lokum þurftu liðsfélagar og þjálfarateymi að skilja þær að.
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.