Önnur umferð úrvalsdeildar kvenna fer fram í heild sinni í kvöld þegar fjórir leikir fara fram.
Íslandsmeistarar Njarðvíkur fá nágranna sína í Grindavík í heimsókn og munu freista þess að vinna sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu.
Breiðablik, sem steinlá fyrir Val í fyrstu umferð, fær Keflavík, sem skellti Njarðvík í þeirri umferð, í heimsókn í Kópavog.
Nýliðar ÍR, sem steinlágu fyrir Haukum í fyrstu umferð, fá Fjölni í heimsókn í Breiðholt þar sem bæði lið freista þess að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu.
Stórleikur kvöldsins fer þá fram í Ólafssal á Ásvöllum þar sem Haukar taka á móti Val.
Leikir kvöldsins:
Njarðvík - Grindavík klukkan 18.15
Breiðablik - Keflavík klukkan 19.15
ÍR - Fjölnir klukkan 19.15
Haukar - Valur klukkan 20.15