Meistararnir unnu nágrannaslaginn

Lovísa Bylgja Sverrisdóttir sækir að Grindjánum í kvöld.
Lovísa Bylgja Sverrisdóttir sækir að Grindjánum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Njarðvík og Grinda­vík mætt­ust í 2. um­ferð Su­bway-deild­ar kvenna í kvöld en leikið var í Ljóna­gryfju meist­ara Njarðvík­ur. Það voru meist­ar­ar Njarðvík­ur sem tóku 76:61 sig­ur í þess­um leik sem var fjör­ug­ur.  Njarðvík leiddu með 9 stig­um í hálfleik og leiddu all­an leik­inn. 

Eft­ir slæmt tap í fyrstu um­ferð hjá meist­ur­um Njarðvík­ur gegn grönn­um úr Kefla­vík komu þær ger­sam­lega tryllt­ar til leiks og ætluðu sé lítið annað þau stig sem í boði voru þetta kvöldið.

Varn­ar­leik­ur liðsins og ákefð var tölu­vert meiri en í síðasta leik og fljót­lega voru þær komn­ar í 10 stiga for­skot.  Grinda­vík sem gerðu vel í fyrstu um­ferð með sigri gegn Fjölni voru nokkra stund að átta sig á hlut­un­um þetta kvöldið. 

Þær hittu reynd­ar á Njarðvík í ham og skeytti í raun engu máli hvar drepið var niður fæti, all­ir leik­menn Njarðvík­ur mættu með „spari leik­inn“ sinn.  Varn­ar­leik­ur­inn fast­ur fyr­ir og skilaði það hraðaupp­hlaup­um á færi­bandi og voru þær komn­ar í rúm­lega 20 stiga mun fyr­ir lok þriðja leik­hluta. 

Grinda­vík létu finna vel fyr­ir sér í fjórða leik­hluta og náðu að skora ein­hver 8 stig á tíma­bili án þess að Njarðvík náðu að svara fyr­ir sig. Allt kom fyr­ir ekki Njarðvík landaði sigr­in­um mik­il­væga. 

Grinda­vík­urliðið er þrátt fyr­ir góðan sig­ur í fyrstu um­ferð að slípa sig til. Dani Rodriqu­ez kem­ur eft­ir pásu frá körfuknatt­leik ansi sterk til leiks og sem höfuð liðsins still­ir hún sig af í takt við það. Grinda­vík telfdi líka fram nýj­um leik­manni þetta kvöldið þegar Elma Dautovic steig sín fyrstu spor í gul­um Grinda­vík­ur­bún­ing.

Stúlk­an ný­kom­in til lands­ins og náði ekki al­menni­leg­um takti þetta kvöldið en á eft­ir að reyn­ast þeim vel.  Meist­ar­ar Njarðvík­ur hristu af sér slenið frá tap­inu í fyrstu um­ferð og voru grimm­ar í sín­um leik allt frá fyrstu mín­útu.

Liðið vel mannað þrátt fyr­ir að hafa misst lyk­il­leik­menn frá síðasta tíma­bili og þeir sem eft­ir eru reynsl­unni rík­ari. Af leik­mönn­um þá var Allyah Collier að venju at­kvæða mik­il hjá Njarðvík (23 stig og16 frá­köst) og þá var Bríet Hinriks­dótt­ir að spila vel.

Sterk kom til leiks Lovísa Sverr­is­dótt­ir sem sýndi mikið ör­yggi í sín­um leik en hún var á láni hjá Hamri á síðasta tíma­bili og hef­ur sankað að sér reynslu í 1. deild­inni.  Dani Rodriqu­ez ásamt Huldu Björk Ólafs­dótt­ir voru yf­ir­burða leik­menn í liði Grinda­vík­ur sem á nóg inni í sín­um leik. 

Njarðvík - Grinda­vík 77:61

Ljóna­gryfjan, Su­bway deild kvenna, 28. sept­em­ber 2022.

Gang­ur leiks­ins:: 5:2, 9:2, 19:9, 22:11, 26:16, 33:19, 33:23, 41:32, 50:32, 51:35, 58:35, 66:41, 68:45, 70:57, 74:60, 77:61.

Njarðvík: Aliyah A'ta­eya Collier 23/​16 frá­köst, Lavinia Joao Gomes De Silva 21/​11 frá­köst, Bríet Sif Hinriks­dótt­ir 14, Lovísa Bylgja Sverr­is­dótt­ir 7, Raqu­el De Lima Viegas Laniero 5/​5 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Erna Há­kon­ar­dótt­ir 3, Krista Gló Magnús­dótt­ir 2, Kamilla Sól Vikt­ors­dótt­ir 2.

Frá­köst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Grinda­vík: Danielle Victoria Rodrigu­ez 23/​5 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Hulda Björk Ólafs­dótt­ir 12/​4 frá­köst, Elma Dautovic 10/​9 frá­köst, Thea Ólafía Lucic Jóns­dótt­ir 8, Am­anda Akalu Ilua­bes­h­an Okodugha 7/​9 frá­köst, Hekla Eik Nökkva­dótt­ir 1.

Frá­köst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Dóm­ar­ar: Gunn­laug­ur Briem, Jakob Árni Ísleifs­son, Elías Karl Guðmunds­son.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert