Stórsigur Keflavíkur í Kópavogi

Daniela Wallen átti frábæran leik í kvöld.
Daniela Wallen átti frábæran leik í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birna Val­gerður Benónýs­dótt­ir var stiga­hæst í liði Kefla­vík­ur þegar liðið lagði Breiðablik að velli í úr­vals­deild kvenna í körfuknatt­leik, Su­bway-deild­inni, í Smár­an­um í Kópa­vogi í 2. um­ferð deild­ar­inn­ar í kvöld.

Leikn­um lauk með 88:58-sigri Kefla­vík­ur en Birna Val­gerður gerði sér lítið fyr­ir og skoraði 23 stig, ásamt því að taka sjö frá­köst.

Jafn­ræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 23:20 Blik­um í vil eft­ir fyrsta leik­hluta en kefla­vík leiddi 38:35 í hálfleik. Breiðablik skoraði ein­ung­is 23 stig í síðari hálfleik og Kefla­vík fagnaði ör­ugg­um sigri i leiks­lok.

Daniela Wal­len skoraði 21 stig og tók tíu frá­köst fyr­ir Kefla­vík en Isa­bella Ósk Sig­urðardótt­ir var stiga­hæst í liði Breiðabliks með 17 stig og tíu frá­köst.

Kefla­vík er með 4 stig eða fullt hús stiga í efsta sæti deild­ar­inn­ar en Blikar eru á botn­in­um án stiga.

Breiðablik - Kefla­vík 58:88

Smár­inn, Su­bway deild kvenna, 28. sept­em­ber 2022.

Gang­ur leiks­ins:: 4:0, 9:6, 19:12, 23:20, 27:24, 29:31, 31:31, 35:38, 35:40, 40:50, 46:55, 46:59, 48:67, 55:69, 58:82, 58:88.

Breiðablik: Isa­bella Ósk Sig­urðardótt­ir 17/​10 frá­köst, Sa­brina Nicole Haines 11/​8 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Anna Soffía Lár­us­dótt­ir 10, Sanja Orozovic 7/​6 frá­köst, Þór­dís Jóna Kristjáns­dótt­ir 7, Rósa Björk Pét­urs­dótt­ir 4/​6 frá­köst, Birgit Ósk Snorra­dótt­ir 2.

Frá­köst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Kefla­vík: Birna Val­gerður Benónýs­dótt­ir 23/​7 frá­köst, Daniela Wal­len Morillo 21/​10 frá­köst/​7 stoln­ir, Anna Ing­unn Svans­dótt­ir 13, Kar­ina Den­islavova Konst­ant­in­ova 13/​6 frá­köst, Agnes María Svans­dótt­ir 8/​4 frá­köst, Eygló Krist­ín Óskars­dótt­ir 4, Ólöf Rún Óla­dótt­ir 2/​4 frá­köst, Anna Þrúður Auðuns­dótt­ir 2, Katla Rún Garðars­dótt­ir 2.

Frá­köst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dóm­ar­ar: Davíð Kristján Hreiðars­son, Bjarni Hlíðkvist Krist­mars­son, Stefán Krist­ins­son.

Áhorf­end­ur: 58

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert