Kristinn Pálsson átti góðan leik fyrir Leeuwarden gegn Yoast í A-riðli BNXT-deildarinnar í körfuknattleik, sameiginlegri efstu deild Belgíu og Hollands, á heimavelli í kvöld.
Leiknum lauk með tveggja stiga sigri Yoast en Kristinn skoraði 12 stig, tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar á þeim 36 mínútum sem hann lék.
Þetta var fyrsti leikur liðanna á tímabilinu en Leeuwarden er án stiga í neðsta sætinu en alls leika tíu lið í deildinni.