Elvar Már Friðriksson og Rytas unnu sannfærandi sigur gegn Neptunas í LKL deildinni í körfubolta í Litháen í dag.
Lokatölur urðu 89:66 fyrir gestina sem hafa nú unnið tvo af fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, en Rytas Vilnius eru ríkjandi deildarmeistarar.
Elvar skoraði fjögur stig, vann tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum.