Bandaríkin tryggðu sér morgun heimsmeistaratitil kvenna í körfubolta með því að vinna 83:61-sigur á Kína í úrslitaleik. Mótið fór fram í Ástralíu. Bandaríkin voru með 43:33 forskot í hálfleik og bætti jafnt og þétt í forskotið í seinni hálfleik.
Bandarísku leikmennirnir skiptu stigaskorinu vel á milli sín því Aja Wilson gerði 19 stig, Kelsey Plum skoraði 17 og Jewell Loyd gerði 11. Yueru Li gerði 19 stig fyrir Kína.
Sigurinn er sá fjórði hjá bandaríska liðinu í röð og hefur liðið keppt um verðlaun á hverju heimsmeistaramóti frá árinu 1979 og unnið mótið langflest allra, eða ellefu sinnum.
Heimakonur í Ástralíu tryggðu sér bronsverðlaun með afar sannfærandi 95:65-sigri á Kanada. Hin 41 árs gamla Lauren Jackson fór á kostum, skoraði 30 stig og tók sjö fráköst fyrir ástralska liðið.