Tap hjá Tryggva og félögum

Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni á Spáni.
Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni á Spáni. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlínason og liðsfélagar hans í Zaragoza máttu sætta sig við tap, 64:81, gegn Murcia í spænsku A-deildinni í körfuknattleik í dag.

Murcia var með forystu, 29:17 eftir fyrsta leikhlutann, en síðustu þrír leikhlutar voru nokkuð jafnir.

Tryggvi lauk leik með tvö stig, tvö fráköst og þrjár stoðsendingar í dag. 

Zaragoza hefur ekki farið vel af stað en liðið er stigalaust eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum af tímabilinu hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert