Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu í kvöld 95:84-útisigur á deildarmeisturum Fjölnis í 3. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta.
Njarðvík náði forystu strax í fyrsta leikhluta og var staðan eftir hann 26:18 og hálfleikstölur 53:41.
Fjölniskonum gekk illa að minnka muninn almennilega og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 74:61. Njarðvík sigldi síðan öruggum sigri í höfn.
Hin bandaríska Aliyah Collier skoraði 27 stig fyrir Njarðvík, Lavina De Silva gerði 19 og Raquel Laniero gerði 15. Taylor Jones var stigahæst hjá Fjölni með 30 stig, Urte Slavickeite gerði 26 og Dagný Lísa Davíðsdóttir 16.
Njarðvík er með fjögur stig eftir þrjá leiki en Fjölnir aðeins tvö.
Dalhús, Subway deild kvenna, 05. október 2022.
Gangur leiksins:: 5:6, 10:14, 16:22, 18:26, 24:32, 26:35, 35:43, 41:53, 45:55, 49:57, 58:62, 61:74, 66:82, 73:87, 77:90, 84:95.
Fjölnir: Taylor Dominique Jones 30/8 fráköst/5 stoðsendingar, Urté Slavickaite 26/7 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 16/10 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/8 fráköst, Heiður Karlsdóttir 4, Shanna Dacanay 2.
Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.
Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 27/9 fráköst/5 stolnir, Lavinia Joao Gomes De Silva 19/8 fráköst, Raquel De Lima Viegas Laniero 15/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Krista Gló Magnúsdóttir 7, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 3, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 3.
Fráköst: 16 í vörn, 15 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sigurbaldur Frimannsson.