Keflavík áfram með fullt hús stiga

Daniela Wallen heldur áfram að spila vel fyrir Keflavík.
Daniela Wallen heldur áfram að spila vel fyrir Keflavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Daniela Wal­len átti stór­leik fyr­ir Kefla­vík þegar liðið vann naum­an sig­ur gegn Val í úr­vals­deild kvenna í körfuknatt­leik, Su­bway-deild­inni, í Origo-höll­inni á Hlíðar­enda í 4. um­ferð deild­ar­inn­ara í kvöld.

Leikn­um lauk með þriggja stiga sigri Kefla­vík­ur, 78:75, en Wal­len skoraði 28 stig, tók sex frá­köst og gaf fimm stoðsend­ing­ar.

Leik­ur­inn var í járn­um all­an tím­ann en Kefla­vík leiddi með þrem­ur stig­um í hálfleik, 35:32. Val­ur leiddi 56:50 að þriðja leik­hluta lokn­um en Kefla­vík leiddi með 9 stig­um, 74:65, þegar ein og hálf mín­úta var til leiks­loka.

Valskon­um tókst að minnka for­skot Kefla­vík­ur í tvö stig, 75:77, en lengra komust þær ekki og Kefla­vík fagnaði sín­um fjórða sigri í deild­inni.

Kar­ina Den­islavova skoraði 20 stig fyr­ir Kefla­vík, tók sex frá­köst og gaf fimm stoðsend­ing­ar en Ki­ana John­son var stiga­hæst í liði Vals með 22 stig og sjö frá­köst.

Kefla­vík er með 8 stig eða fullt hús stiga í efsta sæti deild­ar­inn­ar en Val­ur er með 4 stig í fjórða sæt­inu.

Gang­ur leiks­ins:: 5:0, 9:4, 17:9, 22:18, 26:23, 28:23, 32:28, 32:35, 37:35, 39:45, 49:48, 56:50, 59:59, 61:65, 65:71, 75:78.

Val­ur: Ki­ana John­son 22/​7 stoðsend­ing­ar, Ásta Júlía Gríms­dótt­ir 11/​16 frá­köst, Dag­björt Dögg Karls­dótt­ir 10, Elín Sól­ey Hrafn­kels­dótt­ir 9/​7 frá­köst, Simo­ne Gabriel Costa 8/​5 frá­köst, Mar­gret Osk Ein­ars­dott­ir 6, Hall­veig Jóns­dótt­ir 5, Sara Líf Boama 4.

Frá­köst: 22 í vörn, 15 í sókn.

Kefla­vík: Daniela Wal­len Morillo 28/​6 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar/​6 stoln­ir, Kar­ina Den­islavova Konst­ant­in­ova 20/​6 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Anna Ing­unn Svans­dótt­ir 9, Agnes María Svans­dótt­ir 6/​4 frá­köst, Katla Rún Garðars­dótt­ir 6, Ólöf Rún Óla­dótt­ir 5, Anna Lára Vign­is­dótt­ir 2, Eygló Krist­ín Óskars­dótt­ir 2.

Frá­köst: 17 í vörn, 8 í sókn.

Dóm­ar­ar: Gunn­laug­ur Briem, Davíð Kristján Hreiðars­son, Jakob Árni Ísleifs­son.

Áhorf­end­ur: 89

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert