Öruggt hjá meisturunum í Breiðholti

Aliyah Collier átti stórleik fyrir Njarðvíkinga gegn ÍR.
Aliyah Collier átti stórleik fyrir Njarðvíkinga gegn ÍR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aliyah Collier fór á kostum fyrir Njarðvík þegar liðið vann öruggan sigur gegn ÍR í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Skógarseli í Breiðholti í 4. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 78:70-sigri Njarðvíkur en Collier skoraði 29 stig, tók 18 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Njarðvíkingar leiddu með átta stigum í hálfleik, 38:30, og ÍR-ingum tókst aldrei að ógna forskoti Íslandsmeistaranna í síðari hálfleik.

Raquel Laniero skoraði 18 stig fyrir Njarðvík, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar en Jamie Cherry var stigahæst í liði ÍR með 19 stig og sjö fráköst.

Njarðvík er með 6 stig í þriðja sæti deildarinnar en ÍR er án stiga í neðsta sætinu.

Gangur leiksins:: 2:6, 8:11, 15:13, 17:13, 20:20, 24:23, 30:32, 30:38, 32:45, 42:49, 42:54, 47:59, 53:66, 55:72, 59:75, 70:78.

ÍR: Jamie Janesse Cherry 19/7 fráköst, Greeta Uprus 16/9 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 11/6 fráköst, Margrét Blöndal 8/7 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 6, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 5/9 fráköst/5 stoðsendingar, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 29/18 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir/4 varin skot, Raquel De Lima Viegas Laniero 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Erna Hákonardóttir 12, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6.

Fráköst: 25 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 105

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert