Öruggt hjá Tindastóli – Njarðvík marði Hött

Dedrick Basile skoraði 29 stig fyrir Njarðvík í kvöld.
Dedrick Basile skoraði 29 stig fyrir Njarðvík í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Tindastóll vann góðan 85:70-sigur á ÍR þegar liðin mættust í 2. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, á Sauðárkróki í kvöld. Á sama tíma vann Njarðvík nauman 91:86-sigur á nýliðum Hattar á Egilsstöðum.

Tindastóll hóf leikinn af miklum krafti og leiddi með 18 stigum, 31:13, að loknum fyrsta leikhluta.

Eftir það reyndist róðurinn þungur fyrir ÍR og niðurstaðan að lokum sanngjarn 15 stiga sigur Tindastól.

Tindastóll vann þar með sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu.

Taiwo Badmus var stigahæstur í liði Tindastóls með 26 stig og skammt undan var Antonio Woods með 22 stig.

Stigahæstur í liði ÍR var Luciano Massarelli með 16 stig.

Fyrsti sigur Njarðvíkur

Njarðvík byrjaði leikinn gegn Hetti með látum og leiddi 30:16 að loknum fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti var hins vegar eign Hattar og staðan því 41:39 í leikhléi.

Höttur var með nauma forystu að loknum þriðja leikhluta, 62:63.

Því kom það ekki á óvart að allt hafi verið í járnum í fjórða og síðasta leikhluta en gestirnir úr Njarðvík reyndust að lokum hlutskarpastir og unnu með fimm stigum.

Um fyrsta sigur Njarðvíkur í deildinni var að ræða en nýliðar Hattar eru enn án stiga.

Dedrick Basile átti frábæran leik fyrir Njarðvík og var stigahæstur í leiknum með 29 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Stigahæstur í liði Hattar var Timothy Guers með 24 stig og fimm fráköst.

Tindastóll - ÍR 85:70

Sauðárkrókur, Subway deild karla, 13. október 2022.

Gangur leiksins:: 6:6, 12:11, 24:12, 31:13, 36:15, 38:26, 43:30, 48:35, 54:41, 59:48, 61:52, 68:56, 75:59, 80:61, 82:64, 85:70.

Tindastóll: Taiwo Hassan Badmus 26/4 fráköst, Antonio Keyshawn Woods 22/4 fráköst/5 stoðsendingar, Zoran Vrkic 8/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/4 fráköst, Axel Kárason 6/5 fráköst, Eyþór Lár Bárðarson 5, Ragnar Ágústsson 4/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 4, Pétur Rúnar Birgisson 3/5 stoðsendingar.

Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn.

ÍR: Luciano Nicolas Massarelli 16/4 fráköst/5 stolnir, Sigvaldi Eggertsson 12, Collin Anthony Pryor 11/7 fráköst, Martin Paasoja 8, Friðrik Leó Curtis 8, Ragnar Örn Bragason 5/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Jónas Steinarsson 3, Aron Orri Hilmarsson 2, Frank Gerritsen 2.

Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Birgir Örn Hjörvarsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 600.

Höttur - Njarðvík 86:91

MVA-höllin Egilsstöðum, Subway deild karla, 13. október 2022.

Gangur leiksins:: 3:4, 5:13, 10:22, 16:30, 18:32, 28:38, 33:40, 39:41, 45:46, 50:51, 56:56, 63:62, 69:70, 76:76, 80:81, 86:91.

Höttur: Timothy Guers 24/5 fráköst, Matej Karlovic 16, Adam Eiður Ásgeirsson 12, Nemanja Knezevic 11/10 fráköst/8 stoðsendingar, Juan Luis Navarro 7/4 fráköst, David Guardia Ramos 6/4 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 5, Obadiah Nelson Trotter 5/5 stolnir.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 29/7 fráköst/9 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 18, Oddur Rúnar Kristjánsson 14, Lisandro Rasio 11/7 fráköst, Mario Matasovic 10/6 fráköst/3 varin skot, Haukur Helgi Pálsson 7/6 fráköst, Logi Gunnarsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 1 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Stefán Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert