Mættur aftur til Íslandsmeistaranna

Callum Lawson í oddaleik Vals gegn Tindastóli um Íslandsmeistaratitilinn í …
Callum Lawson í oddaleik Vals gegn Tindastóli um Íslandsmeistaratitilinn í maí síðastliðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breski framherjinn Callum Lawson er kominn aftur til Íslandsmeistara Vals í körfuknattleik karla eftir stutta dvöl hjá franska B-deildarliðinu JA Vichy.

Lawson gekk til liðs við Vichy í júní síðastliðnum en var á dögunum leystur undan samningi.

Valur hafði því hraðar hendur og samdi við hann að nýju. Samningurinn gildir út yfirstandandi tímabil.

Lawson hefur orðið Íslandsmeistari tvö tímabil í röð, fyrst með Þór frá Þorlákshöfn á síðasta ári og svo með Val síðastliðið vor.

Fyrst gekk hann til liðs við Keflavík en stoppaði aðeins stutt þar þegar tímabilið 2019/2020 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins.

Law­son skoraði 15 stig, tók fjögur frá­köst­ og gaf eina stoðsend­ingu að meðaltali í leik með Val á síðasta tíma­bili.

Hann kemur til landsins um helgina og spilar því ekki gegn Grindavík í Subway-deildinni í kvöld en verður klár í slaginn í bikarleik Vals gegn Breiðablik á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert