Íslandsmeistarar Vals urðu fyrstir til að vinna Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta á leiktíðinni er liðin mættust í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur urðu 99:90, Valsmönnum í vil. Bæði lið eru með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur, þar sem Breiðablik var með 30:22-forskot eftir fyrsta leikhluta. Valsmenn voru hins vegar miklu betri í öðrum leikhluta, því hálfleikstölur voru 57:52, meisturunum í vil.
Valsmenn héldu áfram að bæta í forskotið framan af í seinni hálfleik og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 81:69. Breiðablik var ekki líklegt til að jafna í lokaleikhlutanum og sterkur sigur Valsmanna því staðreynd.
Callum Lawson skoraði 21 stig fyrir Val og Kristófer Acox gerði 18 stig og tók 13 fráköst. Jeremy Smith skoraði 25 fyrir Breiðablik og Everage Richardson gerði 24.
Gangur leiksins:: 5:7, 7:17, 16:21, 22:30, 28:34, 39:38, 50:44, 57:52, 64:54, 68:59, 73:64, 81:69, 81:72, 86:76, 95:83, 99:90.
Valur: Benedikt Blöndal 21/7 fráköst, Kristófer Acox 18/13 fráköst, Kári Jónsson 17/5 fráköst/10 stoðsendingar, Frank Aron Booker 15, Ozren Pavlovic 13/7 fráköst, Pablo Cesar Bertone 8, Hjálmar Stefánsson 4/12 fráköst/3 varin skot, Ástþór Atli Svalason 3.
Fráköst: 34 í vörn, 17 í sókn.
Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 25, Everage Lee Richardson 24/9 fráköst/6 stoðsendingar, Julio Calver De Assis Afonso 18/9 fráköst, Sigurður Pétursson 7, Clayton Riggs Ladine 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Danero Thomas 6, Egill Vignisson 4.
Fráköst: 26 í vörn, 4 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Johann Gudmundsson, Sigurbaldur Frimannsson.
Áhorfendur: 227