Góður sigur Stjörnunnar í Breiðholti

Ragnar Örn Bragason skoraði 25 stig fyrir ÍR í kvöld.
Ragnar Örn Bragason skoraði 25 stig fyrir ÍR í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stjarn­an vann góðan 92:80-sig­ur á ÍR þegar liðin mætt­ust í 3. um­ferð Su­bway-deild­ar karla í körfuknatt­leik í kvöld.

Mikið jafn­ræði var með liðunum til að byrja með þar sem heima­menn í ÍR voru þó ögn sterk­ari aðil­inn. Staðan í leik­hléi var 46:41, Breiðhylt­ing­um í vil.

Í síðari hálfleik sneru gest­irn­ir úr Garðabæ tafl­inu hins veg­ar al­farið við og unnu að lok­um ör­ugg­an tólf stiga sig­ur.

Stjarn­an hef­ur þar með unnið tvo af fyrstu þrem­ur leikj­um sín­um í deild­inni á meðan ÍR hef­ur unnið einn og tapað tveim­ur.

Stiga­hæst­ir hjá Stjörn­unni voru þeir Adama Dar­boe með 22 stig og skammt und­an var Robert Turner með 21 stig, auk þess sem hann tók níu frá­köst. Ju­lius Jacikas skoraði þá 18 stig og tók 13 frá­köst.

Mart­in Paasoja var stiga­hæst­ur í leikn­um en hann skoraði 26 stig fyr­ir ÍR og gaf auk þess tíu stoðsend­ing­ar. Ragn­ar Örn Braga­son fylgdi í humátt og skoraði 25 stig.

ÍR - Stjarn­an 80:92

Skóg­ar­sel, Su­bway deild karla, 21. októ­ber 2022.

Gang­ur leiks­ins:: 5:7, 10:13, 18:19, 27:24, 31:27, 37:31, 39:35, 46:41, 47:45, 51:53, 59:62, 62:67, 62:76, 68:84, 72:87, 80:92.

ÍR: Mart­in Paasoja 26/​10 stoðsend­ing­ar, Ragn­ar Örn Braga­son 25/​4 frá­köst, Luciano Nicolas Massar­elli 9/​8 stoðsend­ing­ar, Coll­in Ant­hony Pryor 7/​4 frá­köst, Sæþór Elm­ar Kristjáns­son 6/​5 frá­köst, Jón­as Stein­ars­son 3, Frank Ger­rit­sen 3, Friðrik Leó Curt­is 1.

Frá­köst: 21 í vörn, 3 í sókn.

Stjarn­an: Adama Kasper Dar­bo 22/​5 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Robert Eu­gene Turner III 21/​9 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Ju­lius Jucikas 18/​13 frá­köst, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 15/​10 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Friðrik Ant­on Jóns­son 9/​8 frá­köst, Arnþór Freyr Guðmunds­son 4, Kristján Fann­ar Ing­ólfs­son 3/​7 frá­köst.

Frá­köst: 37 í vörn, 17 í sókn.

Dóm­ar­ar: .

Áhorf­end­ur: 127

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert