Sjötta umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik fer fram í dag. Í uppgjöri toppliðanna taka Haukar á móti Njarðvík. Bæði lið eru með 8 stig, tveimur stigum á eftir Keflavík en liðin hafa aðeins tapað einum leik hvort, einmitt gegn Keflavík sem situr með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Leikur Hauka og Njarðvíkur hefst á Ásvöllum klukkan 20.15.
Topplið Keflavíkur tekur á móti grönnum sínum úr Grindavík. Grindavík er með 2 stig í 6.-7. sæti deildarinnar. Á sama tíma tekur Valur, sem situr í 4. sæti deildarinnar með 6 stig, á móti Fjölni á heimavelli sínum að Hlíðarenda en Fjölnir er í næsta sæti fyrir neðan Val með 4 stig. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19.15.
Umferðin hefst þó með leik botnliðs ÍR gegn Breiðablik í Skógarseli í Breiðholti. ÍR er án stiga að loknum fimm umferðum en Breiðablik situr í 6.-7. sæti ásamt Grindavík með 2 stig. Leikur ÍR og Breiðabliks hefst klukkan 18.15.