Rekinn vegna óviðeigandi skilaboða til ungra stúlkna

Fyrir liðna helgi var körfuboltaþjálfara hjá íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu sagt upp störfum eftir að hann gerðist uppvís að því að senda 15-16 ára stúlkum á mála hjá öðru félagi óviðeigandi skilaboð.

RÚV greinir frá.

Þar segir að félagið, sem stúlkurnar á aldrinum 15 til 16 ára leika fyrir, hafi tilkynnt félagi þjálfarans um skilaboðin óviðeigandi og um leið vísað málinu til barnaverndar og annarra hlutaðeigandi yfirvalda.

Einnig tilkynnti félagið um málið til Körfuknattleikssambands Ísland, KKÍ, þar sem körfuboltaþjálfarinn var einnig þjálfari.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við RÚV að þjálfarinn sem um ræðir muni ekki verða ráðinn til frekari starfa innan sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert