Hættur með ÍR

Ari Gunnarsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍR í körfuknattleik kvenna, hefur sagt …
Ari Gunnarsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍR í körfuknattleik kvenna, hefur sagt starfi sínu lausu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Gunnarsson, þjálfari ÍR í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik er hættur með liðið. Ari tilkynnti stjórn ÍR um ákvörðun sína fyrir skömmu.

Ari sagði í samtali við mbl.is að honum hafi ekki þótt hann ná nægilega vel til liðsins. Í ljósi þess sagðist hann varla hafa getað réttlætt tímann sem fer í þjálfunina gagnvart fjölskyldu sinni. Hann sagðist vita að liðið geti betur og sagðist meta það sem svo að báðum aðilum væri betur borgið. Samstarfið hafi einfaldega ekki gengið upp.

Ari var ráðinn þjálfari nýliða ÍR fyrir keppnistímabilið. ÍR hefur tapað öllum sex leikjum sínum til þessa í deildinni. Ari Gunnarsson er reynslumikill þjálfari sem bundnar voru miklar vonir við hjá ÍR í Breiðholti. Hann hefur áður þjálfað lið Hamars, KR, Skallagríms, Vals og Hauka í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka