Portland Trail Blazers vann fjórða sigurinn í jafn mörgum leikjum í NBA-deildinni þegar liðið lagði Denver Nuggets 135:110 á heimavelli sínum í Portland í nótt.
Damian Lillard, sem hefur verið frábær í upphafi keppnistímabilsins, skoraði 31 stig og átti 8 stoðsendingar fyrir Portland sem kláraði leikinn í seinni hálfleik eftir rólega byrjun. Portland vann síðast fjóra fyrstu leiki sína í deildinni árið 1999.
Nikola Jokic, sem var með þrefalda tvennu í síðustu tveimur leikjum Denver, lenti í villuvandræðum og skoraði 9 stig, átti 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst.
Úrslitin í nótt:
Philadelphia - Indiana 120:106
Miami - Toronto 90:98
New York - Orlando 115:102
Chicago - Boston 120:102
Houston - Utah 114:108
Memphis - Brooklyn 134:124
Minnesota - San Antonio 106:115
Portland - Denver 135:110