Valur skákaði Íslandsmeisturunum

Aliyah Collier skoraði 36 stig og tók 19 fráköst fyrir …
Aliyah Collier skoraði 36 stig og tók 19 fráköst fyrir Njarðvík í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur gerði frábæra ferð til Njarðvíkur og hafði betur gegn heimakonum, ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur, í stórleik 7. umferðar Subway-deildar kvenna í í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 80:69.

Jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en Valskonur voru þó alltaf skrefi framar.

Staðan í hálfleik var 37:33.

Undir lok leiksins sigldi Valur fram úr og vann að lokum sterkan ellefu stiga sigur.

Valur er þar með áfram í þriðja sæti deildarinnar, nú með 10 stig. Njarðvík heldur kyrru fyrir í fjórða sæti með 8 stig.

Enn einn stórleikur Aliyuh Collier hjá Njarðvík dugði ekki til en hún skoraði meira en helming stiga liðsins.

Stigin urðu að lokum 36 og tók hún 19 fráköst að auki ásamt því að gefa fimm fráköst.

Kiana Johnson fór einnig á kostum í liði Vals er hún skoraði 30 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Næst atkvæðamest í liði Vals var Ásta Júlía Grímsdóttir með 18 stig og tók hún auk þess 12 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert