Njarðvík fór illa með Stjörnuna

Dedrick Basile með boltann í leiknum í kvöld.
Dedrick Basile með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njarðvík vann gífurlega öruggan 88:67-sigur á Stjörnunni þegar liðin áttust við í 4. umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik í Garðabænum í kvöld.

Snemma varð ljóst í hvað stefndi þar sem Njarðvík réði lögum og lofum í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var enda 48:30, gestunum úr Reykjanesbæ í vil.

Njarðvík jók enn á kvalir Stjörnumanna í þriðja leikhluta og var staðan að honum loknum orðin 72:45.

Stjarnan lagaði stöðuna í fjórða leikhluta en skaðinn var svo sannarlega skeður og 21 stigs sigur Njarðvíkur niðurstaðan.

Robert Turner var stigahæstur hjá Stjörnunni með 19 stig og þar á eftir kom Júlíus Orri Ágústsson með 14 stig.

Oddur Rúnar Kristjánsson var stigahæstur í liði Njarðvíkur og í leiknum með 20 stig. Lisandro Rasio lét einnig vel að sér kveða er hann skoraði 16 stig og tók 11 fráköst.

Njarðvík fór með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar þar sem liðið er með 6 stig.

Stjarnan er í fimmta sæti með 4 stig.

Stjarnan - Njarðvík 67:88

Ásgarður, Subway deild karla, 27. október 2022.

Gangur leiksins:: 6:9, 6:16, 8:19, 15:23, 17:30, 21:33, 27:38, 30:48, 35:50, 38:57, 39:65, 45:72, 48:74, 54:75, 58:83, 67:88.

Stjarnan: Robert Eugene Turner III 19/5 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 14/5 fráköst, Adama Kasper Darboe 11, Hlynur Elías Bæringsson 6/9 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Tómas Þórður Hilmarsson 4/5 fráköst, Julius Jucikas 2, Friðrik Anton Jónsson 2/8 fráköst, Viktor Jónas Lúðvíksson 2, Kristján Fannar Ingólfsson 1.

Fráköst: 20 í vörn, 19 í sókn.

Njarðvík: Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Lisandro Rasio 16/11 fráköst, Nicolas Richotti 15/4 fráköst, Mario Matasovic 12/11 fráköst/3 varin skot, Dedrick Deon Basile 11/4 fráköst/9 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 2, Elías Bjarki Pálsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 237

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert