Einstaklega öruggt hjá Njarðvík og Haukum

Sólrún Inga Gísladóttir (t.h.) skoraði 31 stig fyrir Hauka í …
Sólrún Inga Gísladóttir (t.h.) skoraði 31 stig fyrir Hauka í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslandsmeistarar Njarðvíkur og bikarmeistarar Hauka lentu ekki í nokkrum vandræðum með 1. deildarliðin Aþenu/Leikni/UMFK og Hamar/Þór er þau áttust við í 16-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Njarðvík heimsótti Aþenu/Leikni/UMFK í Austurbergið í Breiðholti og einfaldlega kjöldró heimakonur.

Staðan í leikhléi var 51:14, Njarðvík í vil.

Njarðvík hélt dampi framan af síðari hálfleik en í fjórða og síðasta leikhluta var lítið skorað yfir höfuð.

Að lokum vann Njarðvík ótrúlegan 51 stigs sigur, 83:32.

Stigahæst í liði Njarðvíkur og í leiknum var Kamilla Sól Viktorsdóttir með 17 stig. Næst á eftir henni var Bríet Sif Hinriksdóttir með 12 stig.

Stigahæst í liði Aþenu/Leiknis/UMFK var Elektra Mjöll Kubrzeniecka með 10 stig.

Aþena/Leiknir/UMFK - Njarðvík 32:83

Austurberg, VÍS bikar kvenna, 30. október 2022.

Gangur leiksins:: 5:4, 7:6, 11:18, 11:27, 12:33, 12:38, 14:45, 14:51, 14:56, 15:60, 17:63, 20:71, 22:76, 25:80, 27:83, 32:83.

Aþena/Leiknir/UMFK: Elektra Mjöll Kubrzeniecka 10/4 fráköst, Mária Líney Dalmay 7/5 fráköst, Tanja Ósk Brynjarsdóttir 7, Nerea Brajac 4, Ása Lind Wolfram 2/5 fráköst, Hera Björk Arnarsdóttir 2.

Fráköst: 11 í vörn, 6 í sókn.

Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 17, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/4 fráköst, Raquel De Lima Viegas Laneiro 10/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Aliyah A'taeya Collier 8/10 fráköst/7 stoðsendingar/7 stolnir/4 varin skot, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 6/4 fráköst, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes 6/4 fráköst, Dzana Crnac 5/6 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, Andrea Dögg Einarsdóttir 2.

Fráköst: 34 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Þórlindur Kjartansson.

Áhorfendur: 50

Haukar fengu Hamar/Þór í heimsókn í Ólafssal að Ásvöllum og reyndist gæðamunurinn á liðunum einnig of mikill í þeim leik.

Haukar leiddu 59:38 í leikhléi og síðari hálfleikurinn því formsatriði fyrir heimakonur.

Að lokum unnu Haukar óskaplega öruggan 43 stiga sigur, 104:61.

Sólrún Inga Gísladóttir átti stórleik fyrir Hauka er hún skoraði 31 stig. Næst á eftir henni var Eva Margrét Kristjánsdóttir með 16 stig, auk þess sem hún tók sjö fráköst.

Stigahæst í liði Hamars/Þórs var Jenna Mastellone með 23 stig og skamm tundan var liðsfélagi hennar Emma Hrönn Hákonardóttir með 19 stig.

Njarðvík og Haukar eru því búin að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Haukar - Hamar/Þór 104:61

Ásvellir, VÍS bikar kvenna, 30. október 2022.

Gangur leiksins:: 12:2, 19:8, 25:14, 33:20, 46:23, 49:30, 54:34, 59:38, 66:40, 69:40, 74:42, 81:48, 81:52, 91:52, 97:57, 104:61.

Haukar: Sólrún Inga Gísladóttir 31/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16/7 fráköst/4 varin skot, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jana Falsdóttir 11/5 fráköst, Keira Breeanne Robinson 8, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 7/10 fráköst/3 varin skot, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 5, Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir 4, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 4, María Ósk Vilhjálmsdóttir 3, Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir 3/5 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 21 í sókn.

Hamar/Þór: Jenna Christina Mastellone 23, Emma Hrönn Hákonardóttir 19/5 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 7, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 5, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3.

Fráköst: 15 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Federick Alfred U Capellan.

Áhorfendur: 66

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert