Keflavík auðveldlega í 8-liða úrslit

Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst hjá Keflavík í dag.
Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst hjá Keflavík í dag. Haraldur Jónasson/Hari

Keflavík, topplið Subway-deildar kvenna í körfuknattleik, tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins með því að vinna feikilega öruggan 88:52-sigur á 1. deildarliði Tindastóls í 16-liða úrslitunum.

Sigurinn var aldrei í hættu enda juku Keflvíkingar forskot sitt jafnt og þétt allan leikinn og sigldu einkar þægilegum 36 stiga sigri í höfn.

Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 16 stig og skammt undan var Agnes María Svansdóttir með 14 stig.

Stigahæst í leiknum var hins vegar Chloe Wanink með 23 stig fyrir Tindastól.

Keflavík - Tindastóll 88:52

Blue-höllin, VÍS bikar kvenna, 30. október 2022.

Gangur leiksins:: 7:5, 14:7, 22:11, 24:16, 32:18, 37:24, 38:26, 43:30, 52:30, 61:33, 67:33, 72:35, 77:37, 77:41, 86:45, 88:52.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 16, Agnes María Svansdóttir 14/5 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 11/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Gígja Guðjónsdóttir 10, Daniela Wallen Morillo 8/8 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 6/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 5/6 fráköst, Ásthildur Eva H. Olsen 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 3, Karina Denislavova Konstantinova 2/8 stoðsendingar.

Fráköst: 34 í vörn, 7 í sókn.

Tindastóll: Chloe Rae Wanink 23/6 fráköst, Emese Vida 12/11 fráköst, Eva Rún Dagsdóttir 7, Inga Sólveig Sigurðardóttir 4, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Hólm Halldórsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 58

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert