Ríkjandi meistarar Golden State Warriors máttu þola tap á útivelli gegn Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 113:120. Réðust úrslitin í framlengingu.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 107:107 og voru heimamenn í Charlotte sterkari aðilinn í framlengingunni. P.J. Washington skoraði 31 stig fyrir Charlotte og Stephen Curry gerði 31 stig fyrir Golden State.
Milwaukee Bucks er enn eina liðið sem hefur unnið alla sína leiki, því liðið fagnaði 123:115-heimasigri á Atlanta Hawks. Gestirnir máttu þola tap, þrátt fyrir magnaðan leik hjá Trae Young, sem skoraði 42 stig. Giannis Antetokounmpo skoraði 34 fyrir Milwaukee, eins og Jrue Holiday.
Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Sacramento Kings – Miami Heat 119:113
Charlotte Hornets – Golden State Warriors 120:113
Brooklyn Nets – Indiana Pacers 116:125
Chicago Bulls – Philadelphia 76ers 109:114
Milwaukee Bucks – Atlanta Hawks 123:115
Dallas Mavericks – Oklahoma City Thunder 111:117
Utah Jazz – Memphis Grizzlies 124:123