Stjarnan flaug áfram

Robert Turner í leik gegn Keflavík fyrr í október. Hann …
Robert Turner í leik gegn Keflavík fyrr í október. Hann var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Það var úrvalsdeildarslagur í 16-liða úr­slit­um VÍS-bik­ar­keppni karla þegar Stjarnan vann öruggan 100:72-sigur á ÍR í Ásgarði í kvöld. Stjörnumenn verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.

Ragnar Örn Bragason skoraði fyrstu stigin í leiknum þegar hann setti niður þriggja stiga skot og kom gestunum úr Breiðholti í 0:3. ÍR leiddi nær allan fyrsta leikhluta og komst mest sjö stigum yfir í stöðunni 6:13.

Stjarnan tók þá heldur betur við sér og skorðu heimamenn 12 stig í röð og breyttu stöðunni í 18:13 þegar ein og hálf mínúta var eftir en Stjarnan leiddi 24:17 í lok fyrsta leikhluta.

ÍR klóraði í bakkann í öðrum leikhluta og vann hann með tveggja stiga mun. Staðan í leikhléi 44:39 heimamönnum í vil. Stjörnumenn náðu öðrum góðum kafla í þriðja leikhluta, skoruðu 14 stig í röð og leiddu fyrir fjórða leikhluta 80:57.

Fjórði leikhluti var aðeins formsatriði og Stjarnan sigldi öruggum 24 stiga sigri í höfn, 97:73.

Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna með 28 stig en næstur kom Julius Jucikas með 20 stig. Báðir tóku þeir níu fráköst, einu minna en Hlynur Bæringsson.

Hákon Örn Hjálmarsson var atkvæðamestur í liði ÍR með 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert