Jón Axel á förum frá Grindavík

Jón Axel Guðmundsson er á leið til Ítalíu á nýjan …
Jón Axel Guðmundsson er á leið til Ítalíu á nýjan leik. mbl.is/Óttar Geirsson

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á förum frá uppeldisfélaginu Grindavík og á leið til Pesaro á Ítalíu á tímabundnum samningi.

Grindvíkingurinn staðfesti við mbl.is rétt í þessu að hann væri á förum frá Grindavík og ítalski miðilinn Basket Marche segir Jón Axel á leið til Pesaro.

Jasmin Repesa, þjálfari Pesaro, þjálfaði Jón Axel hjá Bologna á síðasta ári. Hann þjálfaði einnig Jón Arnór Stefánsson hjá Roma á sínum tíma.

Jón Axel hefur leikið með Frankfurt og Crailsheim í Þýskalandi síðustu ár, auk Bologna. Hann lék aðeins tvo leiki með Grindavík á leiktíðinni og skoraði í þeim 18 stig, gaf 7,5 stoðsendingar og tók sex fráköst.

Pesaro er í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp eftir fimm leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert