Verður áfram með Njarðvík

Rúnar Ingi Erlingsson verður áfram með kvennalið Njarðvíkur.
Rúnar Ingi Erlingsson verður áfram með kvennalið Njarðvíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistara kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, heldur áfram að þjálfa liðið, þrátt fyrir að eiginkona hans Natasha Anasi, íslensk landsliðskona í fótbolta, hafi samið við norska meistaraliðið Brann í dag.

Hann staðfesti tíðindin í stuttu spjalli við mbl.is í dag og kvaðst ekki tilbúinn að yfirgefa það góða starf sem hann hefur unnið í Njarðvík, á miðju tímabili.

Rúnar gerði Njarðvík að Íslandsmeistara á síðustu leiktíð, er liðið var nýliði í efstu deild. Njarðvík er sem stendur í fjórða sæti Subway-deildarinnar með átta stig eftir sjö leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert