Grikkinn Evangelos Tzolos er farinn frá karlaliði Grindavíkur í körfuknattleik eftir stutta dvöl.
Þetta staðfesti Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í samtali við mbl.is.
Jón Axel Guðmundsson er þá haldinn til Ítalíu þar sem hann hefur samið við lið Pesaro.
Tzolos samdi við Grindavík í ágúst síðastliðnum og tók þátt í fyrstu fjórum leikjum Grindavíkur í Subway-deildinni á tímabilinu þar sem hann var með átta stig, tvö fráköst og tvær stoðsendingar á tæpum 18 mínútum að meðaltali í leik.
Grindavík er í 6. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina.