Frá út keppnistímabilið

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir leikmaður kvennaliðs Vals í körfuknattleik verður frá út tímabilið. Hún meiddist í leik gegn Njarðvík í síðustu viku. Nú er ljóst að hún er með slitið krossband og rifinn liðþófa.

Elín Sóley kom aftur til Vals fyrir leiktíðina en hún hafði verið í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Hlíðarendaliðsins, sagði í samtali við mbl.is að það væri hrikalegt að missa Elínu Sóleyju út og það væri glatað fyrir hana að verða fyrir þessum erfiðu meiðslum nýkomna til baka eftir krossbandaslit.

„Elín Sóley er stór póstur í okkar liði og að slíta krossband og liðþófa er glatað fyrir okkur og ekki síður hana. Okkur vantar hæð. Ásta er eini stóri leikmaðurinn okkar þannig að við þurfum einhvern veginn að vinna úr þessu,“ sagði Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka