Höttur sótti sigur á Meistaravelli

Timothy Guers var drjúgur fyrir Hött í leiknum í kvöld.
Timothy Guers var drjúgur fyrir Hött í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Nýliðar Hatt­ar frá Eg­ils­stöðum styrktu enn frek­ar stöðu sína í úr­vals­deild karla í körfuknatt­leik í kvöld þegar þeir gerðu góða  ferð í höfuðborg­ina og lögðu KR-inga að velli á Meist­ara­völl­um, 83:72.

Hatt­ar­menn hafa þar með unnið þrjá af fyrstu fimm leikj­um sín­um í deild­inni á tíma­bil­inu og eru þar jafn­ir hinum nýliðunum, Hauk­um, í fimmta til sjötta sæt­inu.

KR sit­ur eft­ir með aðeins tvö stig úr fyrstu fimm leikj­um sín­um og hef­ur þegar  tapað fjór­um leikj­um.

Leik­ur­inn var jafn lengst af en aust­an­menn með und­ir­tök­in. Hött­ur var yfir eft­ir fyrsta leik­hluta, 21:17, og 40:34 í hálfleik. Eft­ir þriðja leik­hlut­ann var Hött­ur enn yfir, 64:58. KR minnkaði mun­inn í eitt stig, 66:65, en komst ekki nær. Hatt­ar­menn juku for­skotið aft­ur upp í níu stig þegar þrjár mín­út­ur voru eft­ir, 76:67.

Timot­hy Gu­ers skoraði 16 stig fyr­ir Hött, Oba­diah Nel­son Trotter 14 og Matej Karlovic 13. Hjá KR voru Dag­ur Kár Jóns­son og El­bert Clark Matt­hews með 13 stig hvor.

Gang­ur leiks­ins:: 6:5, 9:14, 11:18, 17:21, 21:27, 24:31, 26:36, 34:40, 40:48, 48:52, 55:59, 58:64, 65:68, 67:69, 67:76, 72:83.

KR: El­bert Clark Matt­hews 13/​4 frá­köst/​8 stoðsend­ing­ar, Dag­ur Kár Jóns­son 13, Veig­ar Áki Hlyns­son 11/​6 frá­köst, Jor­d­an Semple 10/​12 frá­köst/​4 var­in skot, Roberts Freiman­is 7/​5 frá­köst, Þor­vald­ur Orri Árna­son 7/​6 frá­köst, Phil­ip Puj­an Jala­lpoor 5, Saimon Sutt 3, Þor­steinn Finn­boga­son 3.

Frá­köst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Hött­ur: Timot­hy Gu­ers 16/​8 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Oba­diah Nel­son Trotter 14/​4 frá­köst, Matej Karlovic 12/​5 frá­köst, Dav­id Guar­dia Ramos 11/​5 frá­köst, Nem­anja Knezevic 10/​12 frá­köst/​3 var­in skot, Adam Eiður Ásgeirs­son 9, Juan Luis Navarro 6, Gísli Þór­ar­inn Halls­son 5/​5 frá­köst.

Frá­köst: 27 í vörn, 15 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Rún­ar Lárus­son.

Áhorf­end­ur: 111

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert