Meistararnir töpuðu naumlega í Orlando

Stephen Curry leikur listir sínar í tapinu í nótt.
Stephen Curry leikur listir sínar í tapinu í nótt. AFP/Getty Images/Mike Ehrmann

Bandarísku NBA-meistararnir í körfuknattleik, Golden State Warriors, töpuðu sínum sjötta leik á tímabilinu gegn Orlando Magic, 129:130, í Flórída í nótt. 

Þrátt fyrir tapið var stórstjarna Golden State Stephen Curry langatkvæðamestur með 39 stig, þrjú fráköst og níu stoðsendingar. Næst á eftir honum kom Jalen Suggs í liði Orlando með 26 stig, eitt fráköst og níu stoðsendingar. 

Þetta er sjötta tap Golden State-liðsins sem hefur aðeins unnið þrjá leiki. Aftur á móti var þetta nauðsynlegur sigur fyrir Orlando-liðið sem er nú komið með tvo sigra en búið að tapa sjö. 

Serbinn Nikola Jokic, lykilmaður Denver Nuggets, setti tvöfalda þrennu í 122:110 útisigri liðsins á Oklahoma Thunder í nótt. 

Jokic skilaði 15 stigum, tók 13 fráköst og gaf 14 stoðsendingar, Atkvæðamestur í liði Oklahoma var Shai Gilgeous-Alexander með 37 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. 

Þetta er fimmti sigur Denver-liðsins á tímabilinu en það hefur tapað þremur leikjum. Oklahoma tapaði sínum fjórða leik en liðið hefur unnið jafnmarga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert