Grikkinn Giannis Antetokounmpo skilaði tvöfaldri þrennu er lið hans Milwaukee Bucks vann 8. leikinn í röð, 115:102 gegn Minnesota Timberwolves í bandarísku NBA-deildinni í Minnesota í nótt.
Antetokounmpo setti 26 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en stigahæstur var Jrue Holiday með 29 stig. Hann tók einnig átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Það virðist ekkert geta stöðvað Milwaukee-liðið sem er með með átta sigra og núll töp.
Slóveninn Luka Doncic skilaði 35 stigum, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar í einsmarks sigri, 111:100, Dallas Mavericks á Toronto Raptors í Dallas í nótt.
Kaliforníu-liðin Golden State Warriors og LA Lakers töpuðu bæði í nótt. Warriors 105:114 fyrir New Orleans Pelicans og Lakers 116:130 fyrir Utah Jazz.
Öll úrslit næturinnar:
Detroit Pistons 88:112 Cleveland Cavaliers
Indiana Pacers 101:99 Miami Heat
Philadelphia 76ers 104:106 New York Knicks
Washington Wizards 86:128 Brooklyn Nets
Boston Celtics 123:119 Chicago Bulls
Memphis Grizzlies 130:99 Charlotte Hornets
San Antonio Spurs 106:113 LA Clippers
Dallas Mavericks 111:110 Toronto Raptors
New Orleans Pelicans 114:105 Golden State Warriors
Minnesota Timberwolves 102:115 Milwaukee Bucks
Pheonix Suns 106:108 Portland Trail Blazers
LA Lakers 116:130 Utah Jazz