Vinnur Keflavík sinn níunda sigur?

Anna Ingunn Svansdóttir og liðsfélagar hennar í Keflavík hafa verið …
Anna Ingunn Svansdóttir og liðsfélagar hennar í Keflavík hafa verið óstöðvandi á tímabilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heil umferð, sú níunda, fer fram í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld með fjórum leikjum.

Topplið Keflavíkur freistar þess að halda fullkomnu gengi sínu í deildinni til þessa áfram þegar Breiðablik kemur í heimsókn.

Keflavík hefur unnið alla átta leiki sína til þessa.

Valur og Haukar mætast í stórleik umferðarinnar í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Valur er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Haukum, sem eru í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Keflavík.

Grindavík og Njarðvík eigast svo við í Suðurnesjaslag í Grindavík.

Þá mætast Fjölnir og botnlið ÍR í Grafarvoginum, en nýliðarnir úr Breiðholti eru enn án stiga í deildinni.

Leikir kvöldsins:

Grindavík - Njarðvík klukkan 18.15

Keflavík - Breiðablik klukkan 19.15

Fjölnir - ÍR klukkan 19.15

Valur - Haukar klukkan 20.15

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert