Lygilegur leikur Slóvenams

Luka Doncic fór á algjörum kostum í nótt.
Luka Doncic fór á algjörum kostum í nótt. AFP/Tom Pennington

Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas Mavericks þegar liðið tók á móti Portland Trail Blazers í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Leikurinn var hin besta skemmtun og lauk með fimm stiga sigri Dallas, 117:112.

Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig, ásamt því að taka þrettán fráköst og gefa tíu stoðsendingar, sem er sem sagt tvöföld þrenna.

Hjá Portland var Jeremi Grant stigahæstur með 37 stig en það dugði ekki til.

Dallas er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með sjö sigra en Portland er í þriðja sætinu með níu sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Detroit – Boston 108:117
Indiana – Toronto 118:104
Philadelphia – Atlanta 121:109
Miami – Charlotte 132:115
Dallas – Portland 117:112
New Orleans – Houston 119:106
Washington – Utah 121:112
LA Clippers – Brooklyn 95:110

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert