Njarðvík fær liðsstyrk frá Spáni

Nacho Martin er genginn til liðs við Njarðvík.
Nacho Martin er genginn til liðs við Njarðvík. Ljósmynd/Njarðvík

Úrvalsdeildarlið Njarðvíkur í körfubolta hefur fengið liðsstyrk en búið er að semja við Spánverjann Nacho Martin. Martin er 205 cm á hæð og hefur leikið allan sinn feril á Spáni. Martin átti lengi vel farsælan feril í efstu deild en hefur undanfarið ár leikið í næst efstu deild. Hann kemur nú frá CB Cornella í spænsku 3. deildinni.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagðist vera ánægður með að hafa landað leikmanninum.

Hann tikkar í þau box sem við viljum en hann getur spilað með bakið í körfuna, skotið og frákastað. Það er mikilvægt að hann sé bæði í formi og leikæfingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert