Bandarískur leikstjórnandi í Grindavík

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Damier Pitts er genginn til liðs við Grindavík og mun hann leika með liðinu á komandi keppnistímabili í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Pitts, sem er 33 ára gamall, er bandarískur leikstjórnandi.

Hann hefur leikið sem atvinnumaður í Tyrklandi, Ítalíu, Lettlandi, Finnlandi, Portúgal og síðast í Ungverjalandi og hóf atvinnuferilinn einmitt á Íslandi veturinn 2012-13 þegar hann lék með KFÍ á Ísafirði.

„Það er ánægjulegt að fá Damier Pitts til liðs við okkur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga. 

„Þetta er reynslumikill leikstjórnandi og ekki skemmir að hann þekkir nú þegar til þess að spila á Íslandi.

Í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið á hópnum þá var ljóst að við þurftum að fá inn leikstjórnenda og ég er mjög ánægður með að fá Pitts til félagsins,“ bætti Jóhann Þór við en David Azore hefur á sama tíma leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

David Azore hefur yfirgefið Grindavík.
David Azore hefur yfirgefið Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert