Breiðablik vann 91:88-sigur á Njarðvík í háspennuleik í Smáranum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta komst Njarðvík skrefi á undan. Breiðablik svaraði þó í þriðja leikhluta og leiddi með þremur stigum fyrir þann fjórða. Eftir mikla spennu á lokamínútunum var það svo Breiðablik sem fór með sigur af hólmi en Jeremy Smith fór fremstur í flokki en hann skoraði sex síðustu stig liðsins.
Smith endaði með 32 stig en hann var stigahæsti maður vallarins. Næstur í liði Breiðabliks var Everage Lee Richardson en hann skoraði 23 stig ásamt því að taka 10 fráköst.
Hjá Njarðvík var Nicholas Richotti stigahæstur með 18 stig en þeir Dedrick Deon Basile og Nacho Martin komu næstir með 17 stig hvor. Martin var að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en ásamt því að skora 17 stig tók hann 13 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
Með sigrinum fór Breiðablik aftur upp að hlið Vals á toppi deildarinnar en liðin eru með 10 stig. Njarðvík er í 6. sæti með 6 stig.
Gangur leiksins:: 9:4, 16:12, 20:17, 25:24, 27:25, 31:33, 37:41, 43:51, 51:55, 57:65, 67:67, 73:70, 73:74, 80:81, 89:85, 91:88.
Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 32/7 fráköst, Everage Lee Richardson 23/10 fráköst, Clayton Riggs Ladine 10, Julio Calver De Assis Afonso 9/10 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 8/4 fráköst, Sigurður Pétursson 5/5 fráköst, Danero Thomas 3/5 fráköst/7 stolnir, Sölvi Ólason 1.
Fráköst: 36 í vörn, 8 í sókn.
Njarðvík: Nicolas Richotti 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dedrick Deon Basile 17/7 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 17/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Mario Matasovic 9/4 fráköst, Lisandro Rasio 8/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6, Maciek Stanislav Baginski 2.
Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Johann Gudmundsson, Einar Valur Gunnarsson.
Áhorfendur: 143