Embla Kristínardóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er gengin til liðs við Val og hefur samið við félagið um að leika með því út þetta tímabil.
Embla lék síðast með Skallagrími fyrri hluta tímabilsins 2021-22 en fór í barnsburðarleyfi í desember 2021. Hún lék áður með Fjölni, Keflavík og Grindavík og spilaði fyrst í efstu deild tímabilið 2012-13.
Embla á að baki 21 landsleik fyrir Íslands hönd.