Taiwo Badmus fór mikinn fyrir Tindastól þegar liðið vann nauman sigur gegn Grindavík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í HS Orku-höllinni í Grindavík í 6. umferð deildarinnar í kvöld.
Leiknum lauk með 94:83-sigri Tindastóls en Badmus skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og Tindastóll var þó ívið sterkari þegar leið á hálfleikinn og leiddi með 11 stigum í hálfleik, 55:44.
Grindavík var hins vegar sterkari í þriðja leikhluta og leiddi 71:69 að honum loknum. Staðan var svo jöfn, 81:81, þegar fimm mínútur voru til leiksloka en þá sigldu Stólarnir fram úr og fögnuðu sigri í leikslok.
Antonio Woods skoraði 21 stig fyrir Tindastól, ásamt því að taka sex fráköst, en Valdas Vasylius var stigahæstur hjá Grindavík með 23 stig og ellefu fráköst.
Tindastóll er með sex stig í áttunda sæti en Grindavík er í því sjöunda, einnig með sex stig.