Þjálfarabreytingar í Kópavogi

Jeremy Smith er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.
Jeremy Smith er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. mbl.is/Óttar Geirsson

Yngvi Gunnlaugsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í körfuknattleik.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Yngvi tók við þjálfun Blika fyrir keppnistímabilið.

Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs félagsins, mun taka við þjálfun kvennaliðsins samhliða því að spila áfram með karlaliðinu.

Blikar hafa ekki farið vel af stað í úrvalsdeildinni, Subway-deildinni, og eru með fjögur stig í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar, fjórum stigum meira en botnlið ÍR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert